top of page
Handarbrúður

Handarbrúðurnar eru verkfæri til notkunar í málörvunarstundum með börnum fyrir kennara, talmeinafræðinga, sálfræðinga, foreldra og þá sem láta sér málörvun og tjáningu barna varða. Þær hafa útlit barna og fjölskyldna þeirra. Þær lifna við í höndum eigenda sinna og eiga líf sem endurspeglar líf barnanna.

Börn byrja ung að tala við tuskudýr og brúður. Þeim þykir því eðlilegt að fá brúðu til að tjá sig við. Kennari sem hefur notað brúðu við kennslu veit að brúða er ekki bara leikfang heldur er hún lögmætt kennslutæki til notkunar með börnum því þær hjálpa til við að ná athygli barnanna.

MB0A7600-71.jpg

Hægt er að búa til fjölbreyttar handarbrúður af mismunandi stærðum og kynþáttum. Einnig ömmu og afa og fatlaða brúðu. Það skapar víðsýni og umræðu með börnunum um allskonar fólk. Það má einnig nota brúður sem eru í hlutverkum sagna og ævintýra eins og Rauðhettu, Gullbrá og strákinn í Búkollu. Brúðan getur þá beðið börnin um að rifja upp með sér hvað gerðist í sögu þeirra.

Brúðurnar gætu verið söngelskar og jafnvel átt sín uppáhalds lög sem börnin læra. Þær eru til dæmis með hliðartösku með ýmsu spennandi í sem má ræða eins og bíómiða eða ljósmynd. Einnig geta þær átt sín uppáhalds ævintýri sem kennari eða börnin segja þeim með hjálp sögu eða leikbrúða.

Brúðurnar eru með útlit sem oft er nefnt Waldorf útlit á brúðu.

MB0A5174-70.jpg
MB0A0404-50_edited.jpg
Handarbruda%20hefti_edited.jpg

Uppskriftarhefti af handarbrúðum eru til sölu á 3.700 kr.

 

Hægt er að panta uppskriftahefti með því að hafa samband hér.

Frí uppskrift

Trefill fyrir handarbrúður
fyrir uppáhalds lag brúðunnar:
„Gulur, rauður, grænn og blár, svartur, hvítur, fjólublár”

Gerið 8 loftlykkjur með fyrsta litnum sem er gulur.

Gerið 8 stuðla i hverri umferð (fyrsti stuðullinn er alltaf 2 loftlykkjur).

Skiptið um lit eftir 5 umferðir af sama lit.

bottom of page