Þjóðsagan um Gilitrutt
Þjóðsagan um Gilitrutt er nú tilbúin. Við hlökkum til að sjá ykkur þegar við prjónum hina fallegu húsfreyju sem er í íslenskum þjóðbúning og hina ógnvekjandi Gilitrutt. Fjárbóndinn er í íslenskri lopapeysu úr léttlopa en ein kindanna hans er bleik til að vekja upp þá umræðu með börnunum hvort það er ekki allt í lagi að vera öðruvísi en aðrir.
