Frí uppskrift: Skór á tröll og skessur


Heklskýringar:

ll Loftlykkja.

fl Fastalykkja.

kl Keðjulykkja - tengja við í enda umferðar.

Gerið 11 ll með Kambgarni og heklunál nr: 4. Hafið endann um 20 sm ef skórinn á að vera saumaður við fót.

1. umf 9 fl meðfram hlið (fyrsta lykkjan er loftlykkja), 3 fl í enda og 9 fl meðfram hinni hliðinni. Snú.

2. umf 10 fl meðfram hlið (fyrsta lykkjan er loftlykkja), 3 fl í enda og 10 fl meðfram hinni hliðinni. Snú.

3. umf 11 fl meðfram hlið (fyrsta lykkjan er loftlykkja), 3 fl í enda og 11 fl meðfram hinni hliðinni. Snú.

4. umf 12 fl meðfram hlið (fyrsta lykkjan er loftlykkja), 3 fl í enda og 12 fl meðfram hinni hliðinni. Snú.

5. umf 13 fl meðfram hlið (fyrsta lykkjan er loftlykkja), 3 fl í enda og 13 fl meðfram hinni hliðinni. Snú.

6. umf 14 fl meðfram hlið (fyrsta lykkjan er loftlykkja), 3 fl í enda og 14 fl meðfram hinni hliðinni.

Bönd yfir fót:

Gerið 3 kl í 3 fl. (sleppið fyrstu lykkjunni), 14 ll táband, 1 kl í 4. fl frá brún hinum megin. 6 kl í 6 fl í átt að hæl. 14 ll ristarband. Kl í sóla hinum megin um 6 lykkjum frá tábandi. Ath: Felið með ristarbandinu skilin þar sem fótur er saumaður við fótlegg. Gerið annan skó alveg eins.


Featured Posts
Posts are coming soon
Stay tuned...
Recent Posts
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Classic
  • Twitter Classic
  • Google Classic