Gleðileg jól


Sögustund óskar ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Við þökkum góðar viðtökur og vonumst til að sjá ykkur á nýju ári við brúðugerð og undirbúnings sögustunda með börnum.


Í tilefni jólanna er Gullbrá komin í hlýja jólaskikkju með loðhúfu og handaskjól. Uppskriftin er hér:


Jólaskikkja á Gullbrá:

Notið rautt garn sem gefið er upp fyrir prjóna nr: 3,5 og hvítt Alpaca Bouclé frá Drops (eða annað pelsgarn).


Fitjið upp 30 lykkjur á prjóna nr: 2,5 með rauðu garni.

1.-12. umf. Prjónið slétt fram og tilbaka (sl á réttunni og br á röngunni)

13. umf. Prjónið 3 lykkjur, sláið upp á bandið og prjónið 2 lykkjur saman (þá myndast gat). Prjónið 20 lykkjur eða þar til 5 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur saman og sláið upp á bandið. Prjónið 3 lykkjur.

14.-20. umf. Prjónið 7 umferðir slétt.

21. umf. Prjónið tvær og tvær lykkjur saman slétt (15L). Fellið af.


Heklið með heklunál nr: 2,5 og hvítu pelsgarni meðfram kanti skikkjunnar á hliðum og að neðan.

Þræðið rautt band í gegnum efstu lykkjurnar. Klæðið Gullbrá í skikkjuna, stingið höndum í gegnum götin og bindið bandið um hálsinn.


Hvít skinnhúfa

Fitjið upp 13 lykkjur á prjóna nr: 2,5 með hvítu pelsgarni. Skiljið eftir um 20 sm spotta vegna frágangs í lokin.

1. umf. Prjónið garðaprjón

2. umf. Aukið út í hverja lykkju með því að fara framan í og aftan í sömu lykkju áður en hún er tekin af prjónunum (26L)

3.-8. umf. Prjónið garðaprón. Fellið af.


Þræðið nál í uppfitjunarspottann og dragið saman uppfitjunarlykkjurnar. Saumið hliðarnar saman. Ef húfan er of víð má draga affellingarlykkjurnar aðeins saman eða þræða bönd í og binda.


Hvít handaskjól

Fitjið upp 10 lykkjur á prjóna nr: 2,5 með hvítu pelsgarni.

Prjónið 20 umferðir garðaprjón.

Saumið uppfitjunar og affellingarlykkjur saman í lokin. Dragið aðeins saman ef vill.

Hægt er að setja bönd í handaskjólin til að halda þeim á réttum stað.


Góða skemmtun og hafið það gott yfir hátíðarnar.

Með kærri kveðju

Hrefna


Featured Posts
Posts are coming soon
Stay tuned...
Recent Posts