Gleðileg jól


Sögustund óskar ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Við þökkum góðar viðtökur og vonumst til að sjá ykkur á nýju ári við brúðugerð og undirbúnings sögustunda með börnum.


Í tilefni jólanna er Gullbrá komin í hlýja jólaskikkju með loðhúfu og handaskjól. Uppskriftin er hér:


Jólaskikkja á Gullbrá:

Notið rautt garn sem gefið er upp fyrir prjóna nr: 3,5 og hvítt Alpaca Bouclé frá Drops (eða annað pelsgarn).


Fitjið upp 30 lykkjur á prjóna nr: 2,5 með rauðu garni.

1.-12. umf. Prjónið slétt fram og tilbaka (sl á réttunni og br á röngunni)

13. umf. Prjónið 3 lykkjur, sláið upp á bandið og prjónið 2 lykkjur saman (þá myndast gat). Prjónið 20 lykkjur eða þar til 5 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur saman og sláið upp á bandið. Prjónið 3 lykkjur.

14.-20. umf. Prjónið 7 umferðir slétt.

21. umf. Prjónið tvær og tvær lykkjur saman slétt (15L). Fellið af.


Heklið með heklunál nr: 2,5 og hvítu pelsgarni meðfram kanti skikkjunnar á hliðum og að neðan.

Þræðið rautt band í gegnum efstu lykkjurnar. Klæðið Gullbrá í skikkjuna, stingið höndum í gegnum götin og bindið bandið um hálsinn.


Hvít skinnhúfa

Fitjið upp 13 lykkjur á prjóna nr: 2,5 með hvítu pelsgarni. Skiljið eftir um 20 sm spotta vegna frágangs í lokin.

1. umf. Prjónið garðaprjón

2. umf. Aukið út í hverja lykkju með því að fara framan í og aftan í sömu lykkju áður en hún er tekin af prjónunum (26L)

3.-8. umf. Prjónið garðaprón. Fellið af.


Þræðið nál í uppfitjunarspottann og dragið saman uppfitjunarlykkjurnar. Saumið hliðarnar saman. Ef húfan er of víð má draga affellingarlykkjurnar aðeins saman eða þræða bönd í og binda.


Hvít handaskjól

Fitjið upp 10 lykkjur á prjóna nr: 2,5 með hvítu pelsgarni.

Prjónið 20 umferðir garðaprjón.

Saumið uppfitjunar og affellingarlykkjur saman í lokin. Dragið aðeins saman ef vill.

Hægt er að setja bönd í handaskjólin til að halda þeim á réttum stað.


Góða skemmtun og hafið það gott yfir hátíðarnar.

Með kærri kveðju

Hrefna


Featured Posts
Posts are coming soon
Stay tuned...
Recent Posts
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Classic
  • Twitter Classic
  • Google Classic