Undirbúningur að námskeiðum
Undirbúningur að námskeiðum í brúðugerð og sögustundum sem hefjast í október er nú í fullum gangi. Fyrstu heftin eru í loka yfirlestri og fara brátt í prentun. Einnig er allt efni sem þarf í brúðusögurnar í pöntun.
Einnig hefur verið leitað til stéttarfélaga um styrki til þátttöku félagsmanna á námskeiðunum til að gera sem flestum, sem áhuga hafa, mögulegt að sækja þau. Nánari upplýsingar um tímasetningu námskeiðanna verður seinna í mánuðinum.
Kær kveðja
Hrefna
