Um þessar mundir
Vinnsla við fyrstu brúðusöguna er nú í fullum gangi.
Fyrsta ævintýrið sem gefið verður út er ævintýrið um Gullbrá og birnina þrjá. Útbúin verða hefti með uppskriftum og fræðsluefni fyrir hverja sögu í pakka með öllu efni sem þarf í brúðugerðina.
Nú í haust er ætlunin að vera með námskeið í brúðugerð og sagnalist fyrir kennara og aðra áhugasama. Námskeiðin verða í samstarfi við Miðju máls og læsis hjá Reykjavíkurborg. Hægt verður að hafa samband við Miðju máls og læsis vegna upplýsinga eða við mig beint. Sjáumst
