Velkomin í sögustund

July 10, 2017

Reynslumikill, vel menntaður og hugsandi kennari sagði við mig: „þegar þú segir börnum sögur ertu að gefa þeim gull og demanta.”

 

Þegar við segjum börnum sögur þá eigum við með þeim ríkuleg tjáskipti. Við hjálpum þeim við að virkja eigin huga. Þau læra að skipuleggja hugsun sína og að vinna úr upplýsingum. Þau æfast í að hlusta og þau læra fullt af nýjum orðum. Börnum þykir skemmtilegt þegar þeim eru sagðar sögur, hvort heldur þær eru lesnar fyrir þau eða leiknar. Leiknar sögur henta ungum börnum mjög vel vegna þess að málgeta þeirra getur verið mismunandi.

 

Brúðurnar hjá Sögustund eru litlar, mjúkar og litríkar. Þær eru góðar og ekki svo góðar, allt eftir hlutverki þeirra í sögunni. Við að búa til brúðurnar og setja sitt mark á þær, eignast kennari ekki bara handgerð kennslugögn sem koma að gagni við kennslu. Kennari vinnur um leið hug og hjörtu barnanna. Börn elska brúðusögur. Þau upplifa ákveðinn ljóma yfir þeim. Börnin koma til með að muna söguna fyrir lífstíð því þau sjá hana fyrir sér eins og leikrit.

 

Ég vona, kæri kennari/leiðbeinandi, að þú sjáir tækifærin sem felast í þessu verkefni fyrir þig, sköpuninni sem felst í handavinnunni og sögustundanna með börnunum. Brúðugerðin sjálf hefur ekki síður verið mér mikilvæg heldur en framsetningin því ég upplifi að hún veiti mér gull og demanta: sköpunarkraft og hugarró.

 

Með ósk um að þú upplifir slíkt hið sama,

Hrefna

 

 

 

Tags:

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

Featured Posts

I'm busy working on my blog posts. Watch this space!

Please reload

Recent Posts

September 7, 2020

July 5, 2020

March 13, 2020

January 26, 2020

December 14, 2019

November 20, 2019

September 29, 2019

Please reload

Search By Tags
Follow Us
Please reload

  • Facebook Classic
  • Twitter Classic
  • Google Classic