Heklað tröll brúða

Hjá Sögustund er boðið upp á uppskriftir af sérhæfðum kennslugögnum til notkunar með ungum börnum. Uppskriftirnar eru af brúðum í þremur mismunandi flokkum sem eru prjónaðar, heklaðar eða þæfðar með börnum.

Sögubrúður auka skilning barna á söguþræði og orðaforða í íslenskum þjóðsögum, sígildum ævintýrum, lögum og þulum. Sögusvið er sett upp eins og leikrit með hjálp brúða og einingakubba. Boðið er upp á námskeið í brúðugerð og notkun sögubrúðanna. Upplýsingar um námskeiðin má finna hér.

Leikbrúður er hægt að þæfa og sauma með börnunum til að auka sköpunarkraft þeirra. Þau geta síðan leikið þjóðsögurnar  og ævintýrin sem þau hafa lært með hjálp leikbrúða og einingakubba. Fríar uppskrift af þæfðum leikbrúðum má nálgast hér.

Handarbrúður auka síðan enn á málörvun barna, því að börn eru vön því að tjá sig við brúður og bangsa. Kennari getur stjórnað handarbrúðunni eða leyft börnunum að tjá sig með notkun þeirra. Uppskriftahefti af handarbrúðum er hægt að panta hér.

Miðja máls og læsis

Efling stéttarfélag

Félag grunnskólakennara  FG

Félag leikskólakennara  FL

Félag stjórnenda leikskóla FSL

Skólastjórafélag Íslands SÍ

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar  STRV

Þroskaþjálfafélag Íslands

© Hrefna Böðvarsdóttir, afritun í heild eða að hluta er óheimil.