top of page
Til eflingar á hlustunarskilningi hjá börnum
Til eflingar á tjáningu í sögum barna
Vegna þess að læsi byggir á því að hafa góðan hlustunarskilning og tjáningarfærni
og hlustunarskilningur er undanfari lesskilnings

Video sept III 022-71.jpg

Læsi byggir á því að einstaklingur skilji það sem hann les í samfelldum texta eins og upplýsingatexta eða sögum og að viðkomandi geti tjáð hugsanir sínar í riti þannig að aðrir skilji.

Hlustunarskilningur er undanfari lesskilnings og tjáningarfærni barna í tali og leik er undanfari þeirra texta og stíla sem þau þurfa og vilja miðla í framtíðinni. Saman mynda hlustunarskilningur og tjáningarfærni því grunninn að læsi og góð læsisfærni er lykill að farsælli framtíð hverrar manneskju.

Hjá Sögustund er lögð áhersla á að efla hlustunarskilning barna með því búa til ævintýraheima og segja ungum börnum á leikskólaaldri sögur með hjálp brúða og í framhaldi að veita börnunum tækifæri til þess að efla tjáningarfærni sína með fjölbreyttum efnivið.

Þjálfun í sögugerð og sá árangur sem leikskólabörn ná í því að segja eigin sögur er einn af mikilvægustu þáttum bernskulæsis þeirra og seinni tíma námsárangurs.

Sögubrúður

Leikbrúður

Handarbrúður

bottom of page